Helgi og Ragna Margrét körfuknattleiksfólk ársins

Ragna Margrét og Helgi Björn eru körfuknattleiksfólk ársins 2009Ragna Margrét Brynjarsdóttir og Helgi Björn Einarsson voru valin körfuknattleikskona og körfuknattleiksmaður Hauka fyrir árið 2009 í jólaveislu körfuknattleiksdeildarinnar s.l. föstudagskvöld.

Þetta er í fyrsta skipti sem annað hvort þeirra er valið körfuknattleikfólk ársins.

Helgi Björn er 20 ára gamall framherji. Helgi er mjög áberandi í leik Haukaliðsins sem er á toppi 1. deildar karla ásamt Skallagrím og KFÍ.

Hann leiðir Haukaliðið í stigum og fráköstum 15.6 stig og 6.9 fráköst

Ragna Margrét er 19 ára gamall miðherji. Ragna er einn besti leikmaður Iceland Express-deildar kvenna en hún er frákastahæsti leikmaður deildarinnar með 11.9 fráköst.

Ragna lék með íslenska landsliðinu í sumar og stóð sig afar vel.

Ragna Margrét og Helgi er bæði enn í unglingaflokki og því ljóst að framtíðin er afar björt á Ásvöllum.