Haukum hefur borist mikill liðsstyrkur nú á dögunum en miðherjinn Helga Jónasdóttir hefur samið við Hauka. Helga lék á síðustu leiktím með uppeldisfélagi sínu Njarðvík en söðlaði svo um í sumar og skrifaði svo undir við Hauka í byrjun vikunar.
Helga kemur inn í hópinn með mikla reynslu og bætist í fríðan hóp miðherja liðssins.
Helga lék sinn fyrsta leik með Haukum í gærkvöldi þegar stelpurnar töpuðu naumlega á móti KR í Lengjubikarnum. En Helga var með 5 stig og kom mjög sterk inní fráköstin.
Haukar bjóða Helgu velkomna í Hauka.