Karfan.is greinir frá því að Helena Sverrisdóttir eer tilnefnd til John Wooden verðlaunanna í Bandaríkjunum. Eru þetta mest virtu verðlaun í háskólaboltanum þar vestra. Ljóst er að framganga Helenu hefur vakið athygli margra en 30 leikmenn eru tilnefndir í upphafi.
Helena sem leikur með TCU háskólanum er á sína fjórða ári í skólanum. Bandaríski háskólaboltinn er mjög sterkur en allir bestu leikmenn deildarinnar fara svo í WNBA-deildina.
Þetta er magnað afrek hjá Helenu og óskar heimasíðan henni til hamingju og velfarnaðar á tímabilinu.
Lesa má greinin á Karfan.is.