Í gærkvöldi var kjör til íþróttmanns Íslands kunngjört og var Helena Sverrisdóttir fjórða í kjörinu en Ólafur Stefánsson handknattleikskappi var kjörin íþróttamaður Íslands. Er þetta í fjórða skipti sem hann er kjörinn – sannarlega glæsilegur árangur það.
Helena var í gærkvöldi í fyrsta skipti meðal tíu efstu en hún var fjórða í kjörinu og hlaut 104 stig.
Er Helena að fá verðskuldaða athygli enda er hún lykilmaður í einu sterkasta háskólaliði Bandaríkjanna í körfubolta. Skólinn hennar er á topp 25-listanum yfir sterkustu skóla Bandaríkjanna og er hún sannkallaður lykilmaður í öllu skpulagi liðsins.
Hún er komin í sögubækurnar hjá skólanum en hún er eini leikmaðurinn sem hefur skorað yfir 1.000 stig, tekið 500 fráköst og gefið 300 stoðsendingar fyrir skólann.
Helena sem er á þriðja ári með TCU mun án efa láta meira að sér kveða á næstunni.
Heimasíðan óskar henni til hamingju með útnefninguna í gærkvöldi.