Ágæta Haukafólk.
Við minnum á stórleik Hauka og Hamars í Iceland Express deild kvenna á Ásvöllum, miðvikudaginn 23.febrúar kl. 19:15.
Haukar er nú að spila í A-riðli milliúrslita Iceland Express deildarinnar, ásamt Hamri, Keflavík og KR. Eins og staðan er núna eru Haukar með 12 stig í fjórða sæti, en Hamar með 32 stig í fyrsta sæti. Haukaliðið átti mjög fínan leik gegn KR á útivelli í síðustu umferð, en töpuðu með einu stigi eftir framlengdan leik.
Minnum á barnapössun frá klukkan 19 og að venju verður kaffi og með því í hálfleik fyrir Hauka í horni.Allir að mæta stundvíslega á Ásvelli, fylgjast með kynningu liðanna og hvetja Hauka til sigurs. Áfram Haukar !
Kvennaráðið