Haustbragur í Grafarvogi

Haukar

Það var haustbragur á stelpunum okkar í Grafarvoginum um helgina en Haukaliðið tók þátt í æfingamóti sem Fjölnir stóð fyrir.

Fyrri leikurinn gegn Val tapaðist 56-53, liðið var að leika illa og var Henning, þjálfari,  ósáttur við stemmninguna og hugarfarið í liðinu.  Ekki náðist upp almennileg barátta og sterkar Valsstelpur náðu að innbyrða sigur gegn Haukaliðinu.

 
Leikurinn á sunnudeginum gegn Fjölni var mun betri en byrjaði þó rólega og var það ekki fyrr en í 3 leikhluta sem Haukaliðið setti í gírinn og lokuðu vörninni.  Fjölnis-stelpur skoruðu eingöngu 1 stig gegn Haukum í 3 leikhluta og alls 10 stig í seinni hálfleik.  Stúlknaflokkurinn okkar spilaði nánast allan 4 leikhluta og stóðu þær sig vel, flestar að spila sína fyrstu meistaraflokksleiki. 
 
Þær sem spiluðu sína fyrstu leiki með mfl. um helgina voru Auður Íris Ólafsd, Ína Sturlud., Árnína Rúnarsd., Inga Sif Kristinsd. og Lovísa Björt Henningsd. 
 
Stig helgarinnar skiptust þannig:
 
Ragna M.                            32 stig
Kristín Fjóla Reynisd.           14 stig
Bryndís Hreinsdóttir              14 stig
Margrét Rósa Halfdánard.     13 stig
Guðrún Ámunda                  13 stig
Sara Pálma                         9 stig
Auður Íris Ólafsd                  8 stig
María Lind Sigurðard.            6 stig
Lovísa Björt Henningsd.        4 stig
Ína S. Sturludóttir                 2 stig
Árnína Rúnarsdóttir               2 stig.
Inga Sif Kristinsd.             skoraði ekki
Heiðrún Ösp.                    skoraði ekki