Haukum spáð 3.-4. sæti

Árlegur blaðamannafundur KKÍ vegna Iceland Express-deildanna var haldin í gær. Þar er deildin kynnt og árleg spá forráðamanna kynnt en hún vekur oftast mesta athygli.

Í vetur er Haukum spáð í 3.-4. sæti í IE-deild kvenna ásamt Grindavík með 128 stig en Keflvíkingum er spáð Íslandsmeistaratitilinum.

Haukastelpur hefja leik annað kvöld en þá heimsækja þær Keflavík.

Leikurinn hefst kl. 19:15.

Mynd: Slavica Dimovska, leikmaður Hauka, stillir sér upp ásamt öðrum leikmönnum í IE-deild kvenna eftir að niðurstöður spá forráðamanna var kynntstefan@haukar.is