HAUKASTRÁKAR ÁFRAM Í EVRÓPUKEPPNINNI

Okkar menn í meistaraflokki karla eru komnir áfram í EHF European Cup eftir að hafa klárað seinni leikinn við Parnassous Strovolou í EHF European Cup með stæl í dag. Leikurinn endaði 37-25 (18-12 í hálfleik).
Mörk Hauka:
Stefán Rafn 9, Darri 6, Tjörvi 5, Halldór Ingi 5, Geir 3, Atli Már 2, Heimir Óli 2, Adam Haukur 1, Þorfinnur Máni 1, Brynjólfur Snær 1, Róbert Snær 1, Þráinn Orri 1
Markvarsla:
Stefán Huldar 11 skot varin = 35% markvarsla
Magnús Gunnar 3 skot varin = 43% markvarsla
Dregið verður 26. október um hverjir mætast í næstu umferð.