Haukastrákar á Opna Evrópumótinu

Frá vinstri: Magnús Gunnar, Kristófer Máni, Jakob og Guðmundur Bragi. Mynd: Jónas Árnason.

Um helgina lauk Opna Evrópumótinu hjá U17 ára karla landsliði Íslands í handbolta en það fór fram í Gautaborg í Svíþjóð. Haukar áttu sína fulltrúa í liðinu en 4 leikmenn Hauka voru valdir í liðið þeir Guðmundur Bragi Ástþórsson, Jakob Aronsson, Kristófer Máni Jónasson og Magnús Gunnar Karlsson. Liðið náði flottum árangri á mótinu en þeir nældu sér í brons eftir sigur á Hvít-Rússum í leiknum um 3. sætið. Þetta er ekki eina verkefni strákana í sumar en síðar í júlí halda þeir til Baku í Aserbaídsjan þar sem að þeir taka þátt í Ólympíuhátíð Æskunnar.

Þess má geta að þetta eru ekki einu fulltrúar Hauka í liðinu en þjálfari liðsins er Maksim Akbachev aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla auk þess sem að Jóhann Ingi Guðmundsson markmannsþjálfari Hauka er markmannsþjálfari landsliðsins.