Haukar töpuðu fyrir Val í 1. deidl karla en leikið var á föstudagskvöld. Lokatölur leiksins voru 78-74 Val í vil.
Haukar áttu möguleika á að jafna í lokin en það mistókst og Valsmenn fóru með sigur af hólmi.
Eftir leikinn eru Haukar í 2. sæti deildarinnar með 18 stig en í efsta sæti er KFÍ með 20 stig en þessi lið mætast einmitt á föstudag á Ásvöllum. KFÍ hefur leikið einum leik fleiri og með góðum sigri næsta föstudag fara Haukar á toppinn.
Stigahæstur hjá Haukum í leiknum var Helgi Björn Einarsson með 13 stig og næstur honum var Landon Quick með 12 stig.