Haukar unnu ÍR í kvöld 93-87 í skemmtilegum leik á Ásvöllum. Með sigrinum eru Haukar komnir aftur á sigurbraut og eru þeir núna í 7. sæti með sex stig eftir þrjá leiki.
Mikið var skorað í upphafi leiks og liðin greinilega tilbúin að spila en bæði lið urðu að landa sigri. ÍR-ingar voru með einn sigur fyrir leikinn og Haukar tvo. Haukar náðu fljótt 8 stiga forystu og leiddu mest allan fyrsta leikhluta. ÍR-ingar skoruðu fyrstu stig annars leikhluta og komust yfir en Haukar náðu að jafna og komast yfir á ný og leiddu í hálfleik 49-46.
ÍR-ingar voru sjóðandi í upphafi seinni hálfleiks og komust yfir og væri á undan Haukum næstum allan þriðja leikhluta. Svæðisvörn Hauka var að valda ÍR-ingum vandræðum og í upphafi fjórða leikhluta komust Haukar yfir og héldu forystunni út leikinn.
Mikilvæg stig í hús og Haukar ná að skilja sig frá botnbaráttunni um tíma en eiga erfiðan leik á sunnudag gegn Keflavík.
Gerald Robinson náði ótrúlegri tvennu í kvöld en hann setti 20 stig og tók 21 frákast. Semaj Inge var stigahæstur með 32 stig. Sævar Ingi Haraldsson skorað 14 stig, tók 7 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.
Haukaliðið átti gott kvöld og sýndi á köflum flotta takta bæði í vörn og sókn. Glæsileg tilþrif sáust reglulega og m.a. varði Örn Sigurðarson tvö skot í spjaldið með stuttu millibili en þessi strákur var strekur á endasprettinum.