Nú er búið að stofna vefsíðu fyrir 6. flokk karla. Vefstjórinn hefur enga reynslu af þess háttar vinnu, en hann er mjög áhugasamur um að gera líflega og skemmtilega síðu með aðstoð drengjanna, þjálfara og aðstandenda þeirra. Upplýsingum verður komið áfram á þessum vettvangi í framtíðinni.
Auðvitað er það von okkar að Haukarnir verði í framtíðinni með góða heimasíðu þar sem allir flokkar verða með fréttir og myndir frá starfi stúlkna og drengja í félaginu, en á meðan svo er ekki þá er þetta eina ráðið.
Slóðin er blog.central.is/haukar6
Áfram Haukar!