Haukastelpur taka á móti Þrótt á mánudagskvöld

HaukarHaukastelpur taka á móti Þrótturum annað kvöld, mánudagskvöld kl.20:00 á Ásvöllum. Haukar hafa leikið tvo leiki hingað til í deildinni, gert jafntefli við ÍR og svo sigrað Hött 2-1. Þróttarar hafa einnig leikið tvo leiki, tapað gegn Sindra og sigrað ÍA. Fyrir mót var búist við miklu af Þróttarliðinu og því raunar spáð að þær færu beina leið upp aftur í úrvalsdeild en þær féllu sem kunnugt er síðasta sumar úr deild þeirra bestu. 

Það er því ljóst að andstæðingur okkar stúlkna er af erfiðari gerðinni en hafa skal í huga að Haukaliði er vel mannað og góður stuðningur áhorfenda styrkir stelpurnar enn frekar í baráttunni.

Áfram Haukar!