Í gær laugardag fór fram leikur tvö í einvígi Hauka og Njarðvík um íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik. Eftir grætilegt tap stelpnanna í fyrsta leiknum í Njarðvík þar sem Haukar misstu niður 14 stiga forystu niður í 2 stiga tap á lokasekúndum leiksins stóðu vonir stuðningsmanna Hauka til að stelpurnar myndu landa sigri á heimavelli. Njarðvíkingar voru greinilega komnir í Hafnarfjörðinn til þess að vinna og voru þær mjög baráttuglaðar allt frá fyrstu mínútu. Leikurinn var jafn og spennandi allt fram um miðjan 4 leikhluta þegar Njarðvíkingar tóku frumkvæðið og unnu loks öruggan sigur 56 – 74 sem var alltof stór sigur miðað við gang leiksins.
HAUKASTELPUR ÞURFA NÚ ENN MEIRI STUÐNING Í NÆSTA LEIK SEM VERÐUR MIÐVIKURDAGINN 11.APRÍL Í NJARÐVÍK TIL AÐ SNÚA EINVÍGINU!