Haukastelpur töpuðu fyrir Grindavík í kvöld 95-80 í 8. umferð Iceland Express-deild kvenna. En heil umferð fór fram í kvöld.
Eftir leiki kvöldsins eru Haukar í 5. sæti deildarinnar með sex stig eins og Snæfell. En eftir 14 umferðir er deildinni skipt í A og B hluta og liðin sem enda í fjórum efstu sætunum fara í efri hlutann og hin fjögur í neðri hlutann.
Heather Ezell var stigahæst hjá Haukum með 37 stig og Telma B. Fjalarsdóttir bætti við 17.
Næsti leikur stelpnanna er næstkomandi sunnudagskvöld gegn toppliði KR og hefst leikurinn kl. 19.15.
Mynd: Heather Ezell skoraði 37 stig í kvöld – stefan@haukar.is