Haukar mættu Val í gærdag í N1-deild kvenna. Fyrirfram var búist við erfiðum leik enda Valsstúlur taplausar í vetur í deildinni en Haukastelpur hafa verið á mikilli siglingu og unnið fimm leiki í röð.
Janft var með liðunum í upphafi en þegar leið á fyrri hálfleikinn komust heimastúlkur yfir og leiddu 17-13 í hálfleik.
Seinni hálfleikur var ekkert ólíkur þeim fyrri, mikil spenna og lítill munur í upphafi en Valskonur náðu að síga fram úr í endann og unnu 31-27.
Markahæst hjá Haukum var Ramune Pekarskyte með 7 mörk. Þær Nína Björk Arnfinnsdóttir og Hanna G. Stefánsdóttir gerðu 5 mörk hvor.
Eftir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 16 stig.
Umfjöllun um leikinn á Sport.is