Haukastelpur töpuðu fyrir KR í dag í meistarakeppni KKÍ 72-58. Haukastelpur sýndu góða takta á köflum en náðu ekki að minnka og jafna leikinn í lokin.
Stigahæst hjá Haukum var Ragna Margrét Brynjarsdóttir með 16 stig og 17 fráköst.
Leikir KKÍ í meistarakeppninni eru góðgerðarleikir og í ár hlaut Fjölskylduhjálp Íslands allan ágóða af leiknum. Sannarlega vel gert þar.
Umfjöllun um leikinn á Karfan.is