Haukastelpurnar mæta Stjörnunni í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins á miðvikudagskvöldið. Leikurinn fer fram í Mýrinni í Garðabæ og hefst kl. 19:30. Ljóst er að um erfiðan leik er að ræða gegn sterku liði Stjörnunnar og stelpurnar þurfa að eiga toppleik til að fara með sigur af hólmi. Markvörður Stjörnunnar, Florentina Stanciu, hefur oft reynst erfiður ljár í þúfu auk þess sem stórskyttan Alina Petrache er iðulega iðin við markaskorunina en hún hefur gert 104 mörk í deildinni í vetur. Barátta, gleði og samheldni verða að vera einkenni Haukaliðsins en þegar sá bragur hefur verið á liðinu hefur því gengið vel. Fjölmennum á pallana í Garðabænum og styðjum stelpurnar til sigurs.