Haukastelpur fara vestur í bæ

HaukarStelpurnar heimsækja KR-inga á morgun í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik.

Er þetta lokaleikur fjórðu umferðar og eru Haukar með tvo sigra og einn tap. KR-ingar hafa unnið einn leik og tapað tveimur og geta með sigri í dag jafnað Hauka.

Leikurinn fer fram í DHL-höll KR-inga og hefst kl. 16:00.

Heimasíðan hvetur Haukafólk til að fjölmenna í vesturbæinn og styðja stúlkurnar okkar.