Haukar heimsækja Selfoss í dag, fimmtudaginn 16. júní, í toppslag 1. deildar í knattspyrnu og hefst leikurinn kl. 20:00. Bæði liðin eru taplaus eftir fyrstu 3 leikina og hafa hvorugt fengið á sig mark í þeim. Það verður því spennandi að sjá hver niðurstaða leiksins verður í kvöld. Við hvetjum okkar stuðningsfólk til að skella sér austur og styðja Haukastelpur til sigurs í leiknum.
Áfram Haukar!