Úrslitakeppnin í Olísdeild kvenna heldur áfram hjá Haukastelpum í kvöld þegar þær fá Val í heimsókn í Schenkerhöllina að Ásvöllum. Þettar er annar leikur liðanna í úrslitakeppninni og eru Haukastelpur með bakið við vegginn fræga og verða að vinna ætli þær sér ekki í sumarfrí. Það er mjög mikilvægt að fá góða hvatningu og því skorum við á alla að mæta á pallana og styðja stelpurnar til sigurs.
Leikurinn hefst kl. 19:30.
Áfram Haukar!