Haukastelpur fá ÍBV í heimsókn í Olísdeild kvenna á morgun

Haukastelpur hafa byrjað deildarkeppnina ágætlega í ár og eftir fjórar umferðir eru þær með 4 stig, hafa unnið tvo leiki og tapað tveimur, og sitja í 5. sæti deildarinnar. Annað kvöld koma Eyjakonur í heimsókn í Schenkerhöllina. Þær eru í 3. sæti með 6 stig, hafa unnið þrjá leiki en tapað einum. Það er ljóst að það verður barist um þessi tvö stig sem í boði eru á morgun og eins og alltaf geta áhorfendur skipt sköpum og því skulum við skella okkur í rauða bolin og fjölmenna á Ásvelli og styðja stelpurnar til sigurs. Leikurinn hefst kl. 19:30.

Áfram Haukar!