Haukastelpur dottnar úr bikarnum

Haukastelpur töpuðu fyrr í kvöld fyrir KR í átta liða úrslitum Subwaybikarsins 65-93. Haukastelpur sem voru búnar að vera á mikilli siglingu og unnið ellefu síðustu leiki sína í deild og bikar mættu ofjörlum sínum í kvöld og stórsigur KR staðreynd.

Þar með er KR komið í undanúrslit og í ár verður bikarúrslitadagurinn án Hauka í kvennaflokknum.

Haukar áttu erfitt uppdráttar mest allan leikinn og var sigur KR sanngjarn.

Henning Henninigsson stjórnaði liði Hauka í kvöld en Yngvi Gunnlaugsson þjálfari liðsins var fjarverandi þar sem kona hans eignaðist dreng deginum á undan.

Stigahæst hjá Haukum var Slavica Dimovska með 37 stig og næst henni kom Telma Fjalarsdóttir með 6 stig.

Hjá KR skoraði Sigrún Ámundadóttir 21 stig.

Myndir frá leiknum á Karfan.is

Tölfræði leiksins

Mynd: Kristrún Sigurjónsdóttir í leiknum í kvöldarnarm@haukar.is