Haukastelpur úr leik í bikarnum

HaukarHaukastelpurnar í körfunni féllu í gærkvöld úr Poweradebikarkeppninni á vægast sagt dramatískan hátt í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Lokatölur urðu 75-73 eftir hádramatískan leik þar sem okkar stelpur náðu að knýja fram framlengingu með því að setja niður þriggjastiga skot þegar um þrjár sekúndur voru eftir að venjulegum leiktíma. Því miður voru heimastúlkur í Njarðvík sterkari í framlengingunni eins og áður sagði, en ekki mátti miklu muna að leikurinn yrið tvíframlengdur því skot sem Haukar áttu sekúndubrotum eftir að leiktíminn rann út sem fór ofan í, karfan var þó auðvitað ekki gild.

 

Stig/fráköst/stoðsendingar Hauka í leiknum: Jence Ann Rhoads 29/10 fráköst/6 stoðsendingar, Margrét Rósa Hálfdánardóttir 20/4 fráköst, Hope Elam 11/17 fráköst, Íris Sverrisdóttir 7, María Lind Sigurðardóttir 2, Guðrún Ósk Ámundardóttir 2/7 fráköst, Sara Pálmadóttir 2/5 fráköst.

 

Ítarlegri umfjöllun um leikinn má lesa á karfan.is með því að smella hér: http://karfan.is/frettir/2012/02/14/spennutryllir_i_ljonagryfjunni_-_graenar_i_hollina

 

Haukastelpur úr leik í bikarnum

HaukarÍ dag mættust Haukar og Stjarnan í undanúrslitum Eimkipsbikar kvenna á Ásvöllum. Fjöldi fólks kom á leikinn en um 700 manns létu sjá sig. Það fór samt svo að lokum að Stjarnan vann öruggan sigur 30-24 eftir að hafa verið 11-8 yfir í hálfleik. Það var greinilegt að í lið Hauka vantaði langbesta leikmann deildarinnar, Ramune Pekarskyte en hún var að taka út leikbann eftir já, mjög umdeilt brot í síðasta leik sem var einmitt gegn Stjörnunni.

Það er samt gaman að segja frá því að „nýr“ leikmaður spilaði í Haukabúningum í dag, en það var engin önnur en Harpa Melsteð en hún gerði sér lítið fyrir og skoraði meðal annars eitt mark í leiknum.

Stjarnan því komnar í úrslitaleikinn og mæta þær grönnum okkar í Hafnarfirði, FH.

 Það voru samt sem áður Haukastelpur sem skoruðu fyrsta mark leiksins en þá komu fjögur mörk í röð frá Stjörnunni og því forskoti héldu þær allan tímann í fyrri hálfleiknum en mest komust Stjarnan sex mörkum yfir í fyrri hálfleiknum 11-5 en Haukastelpurnar náðu að minnka þann mun niður í þrjú mörk fyrir hálfleik 11-8. 

Bæði lið gerðu töluvert af mistökum í sókninni og var lítið skorað framan af leik, en það breyttist þegar leið á leikinn. Seinni hálfleikurinn byrjaði ekkert alltof vel fyrir Hauka því á skömmum tíma náði Stjarnan sex marka forskoti og það forskot náðu Haukar aldrei að minnka. Mest komust Stjarnan tíu mörkum yfir, 27-17. Haukastelpurnar löguðu svo örlítið stöðuna undir lokin og lokatölurnar í leiknum því 30-24 Stjörnunni í vil.

Markahæst í liði Hauka var Nína K. Björnsdóttir með átta mörk en næstar henni komu svo Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Nína B. Arnfinnsdóttir með fjögur mörk hvor.

Hjá Stjörnunni skoraði Alina Petrace tíu mörk og Sólveig Lára Kjærnested skoraði sjö mörk. Þorðgerður Anna Atladóttir gerði hinsvegar fimm mörk.

Næsti leikur hjá stelpunum er næstkomandi föstudag, 20.febrúar en þá mætir liðið Fylki á Ásvöllum klukkan 19:00. Við hvetjum Haukafólk að fjölmenna á alla leiki sem eftir eru hjá stelpunum í vetur.