Haukar unnu Grindavík í gær í umspili fyrir úrslitakeppni IE-deildar kvenna 81-74 og einvígið 2-0. Leikurinn var hnífjafn frá fyrstu mínútu fram á þá síðustu og var mikil spenna sem einkenndi báðar viðureignir þessara liða. Það er því ljóst að Haukar mæta KR í undanúrslitum og hefst sú rimma á laugardaginn.
Haukar skoruðu fyrstu stig leiksins en Grindvíkingar komust yfir með þriggjastigaskoti. Haukar skoruðu næstu körfu en þá kom góður kafli frá Grindavík og þær breyttu stöðunni úr 4-3 í 4-11. Haukar minnkuðu muninn jafnt og þétt og voru að endingu búnar að jafna í 18-18 og komust yfir áður en leikhlutanum lauk en hann endaði með jafntefli 23-23.
Eins og áður segir þá var leikurinn jafn og spennandi og leiddu Haukar með þremur stigum í hálfleik, 41-38. Grindavík átti yfirhöndina eftir þriðja leikhluta 56-57 og að endingu unnu Haukar flottan sigur eftir góðan endasprett 81-74.
Kiki Lund var stigahæst Hauka með 30 stig og Heather Ezell gerði 19 stig og var með 11 stoðsendingar flestar á Kiki.
Umfjöllun um leikinn á karfan.is