Stúlknaflokkur stóð sig gríðarleg vel um helgina og vann alla leiki sína. Barátta og leikgleði leikmanna Hauka var aðdáunar verð undir stjórn Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur þjálfara sem nýlega tók við flokknum.
Fyrsti leikur liðsins á laugardag var gegn Njarðvík sem endaði með góðum sigri Hauka 59-50 þar sem Haukar voru yfir nánast allan leikinn. Þríeykið Margrét Rósa, Dagbjört og Lovísa réðu ríkjum undir báðum körfum og voru að skila mörgum auðveldum körfum fyrir Haukana. Gaman var að sjá efnilega leikmenn úr 9.flokki spila sig vel inn í liðið en Sólrún, Sigrún og Hrund sýndu allar góða takta í leiknum. Einnig voru Aldís og Kristjana að spila vel. Stigaskor í leik: Dagbjört 21 stig, Margrét Rósa 20 stig, Lovísa 10 stig, Kristjana 5 stig, Aldís 3 stig.
Seinni leikur laugardagsins var gegn Grindavík þar sem stelpurnar stóðu sig mjög vel. Leikurinn endaði með sigri Hauka 63-30 þar sem allir leikmenn spiluðu og þjálfarinn gat leyft sér að hvíla lykilleikmenn liðsins. Stigaskor í leik: Dagbjört 25 stig, Margrét 15 stig, Lovísa 12 stig, Aldís 3 stig, Kristjana 3 stig, Sigrún 3 stig og Hrund 2 stig.
Fyrri leikur sunnudagsins var gegn KR og stóðu stelpurnar sig mjög vel. Seinni hálfleikurinn var mun betri og einkenndist af mikilli baráttu og leikgleði. Leikurinn endaði 51-31 fyrir Hauka og síðustu 10 mínútur fengu Dagbjört, Margrét og Lovísa góða hvíld og risu hinar stúlkunar upp og stóðu sig vel inn á vellinum.
Stigaskor í leik: Margrét 17 stig, Dagbjört 8 stig, Lovísa 8 stig, Kristjana 7 stig, Aldís 5 stig, Eydís 2 stig, Freydís 2 stig og Guðrún 2 stig.
Lokaleikurinn var síðan gegn sterku liði Keflavíkur sem hefur verið nánast ósigrandi í þessum aldursflokki undanfarin ár. Keflavík hafði fyrir leikinn unnið alla sína leiki örugglega og ætlaði liðið að rúlla yfir Haukana með hröðum leik þar sem skipun þjálfara Keflavíkur var að keyra hröð hraðaupphlaup allan leikinn. Keflavíkurstelpur byrjuðu betur og komust vel yfir í fyrsta leikhluta sem endaði 12-6 fyrir þær. Í öðrum leikhluta komu Haukastelpur til baka og minnkuðu muninn í 23-21 í hálfleik eftir að Keflavík hafði haft 10 stiga forskot 23-13 um miðbik leikhlutans. Haukar voru mun sterkari undir körfunni sem skilaði þeim mörgum góðum stigum frá Margréti, Dagbjörtu og Lovísu. Baráttan harðnaði í seinni hálfleik þar sem illa gekk fyrir bæði lið að setja boltann í körfuna. Haukarnir brenndu af 6 vítum í röð í 3 leikhluta. Keflavík jók munin að nýju og náðu undir lok fjórða leikhluta 5 stiga forystu 39-34. Haukastelpur neituðu að gefast upp og setti Dagbjört niður 3 stiga skot og minnkaði munin í 39-37. Í næstu sókn braust Aldís af harðfylgi upp að körfunni og setur boltan ofaní og jafnar leikinn í 39-39. Þjálfari Keflavíkur tekur leikhlé þar sem innan við 1 mínúta er eftir af leiknum og spennan mikil í leiknum. Keflavíkurstúlkur fá nokkur tækifæri til að skora en mistekst. Sókn Keflavíkur endar með því að Dagbjört stelur boltanum og sendir á Margréti Rósu sem skorar síðustu stig leiksins og tryggir Haukastelpum sætan baráttu sigur 41-39.
Stigaskor í leik: Margrét 16 stig, Dagbjört 14 stig, Lovísa 7 stig, Aldís 4 stig og Sigrún 2 stig.
Barátta Haukastelpna var til fyrirmyndar og var aðdáunarvert að sjá samheldnina í hópnum. Guðrún, Freydís og Eydís komu einnig inn á með mikla baráttu í vörninni. Yngri stelpurnar úr 9.flokki þær Sólrún, Hrund og Sigrún komu inn í hópinn með fína baráttu auk þess sem Kristjana og Aldís úr 10.flokki stóðu sig mjög vel.