Stórleikur er í Dominos deild kvenna í kvöld er Haukastúlkur fara í TM höllina og etja kappi við Keflavíkustúlkur kl. 19:15
Keflavík situr í öðru sæti deildarinnar en Haukar í því þriðja. Haukar geta skotist upp í annað sætið með sigri og því er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið.
Þetta er þriðji leikur liðanna á þessu tímabili en liðin hafa skipst á sigrum, heimaleikir liðanna hafa unnist. Það má því búast við jöfnum og skemmtilegum leik tveggja ungra og efnilegra liða.