Meistaraflokkur kvenna í fótbolta gerði góða ferð á Sauðárkrók á laugardaginn var þegar þær kepptu við Tindastól í 3ja leik sínum á Íslandsmótinu í 1. deild. Skemmst er frá því að segja að Haukastúlkur voru í miklu stuði og unnur stórsigur, 0 – 5. Brooke Barbuto átti stórleik og skoraði þrennu í leiknum og Sara Elnicky og Björg Magnea Ólafs sitt markið hvor.
Stelpurnar eru taplausar eftir fyrstu þrjá leikina í deildinni og það er einnig lið Selfoss sem er næsti mótherji Hauka. Leikurinn er á Selfossi og fer fram næstkomandi fimmtudag, 16. júní kl. 20.00.
Við skorum á fólk að skella sér austur og hvetja stelpurnar okkar til sigurs, áfram Haukar!