Haukastúlkur á sigurbraut eftir 3-0 sigur á ÍR

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/img_6273 - copy.jpgEftir markalausan fyrri hálfleik náðu Haukastúlkur að sýna sitt rétta andlit og skora þrjú góð mörk í síðari hálfleik í leiknum við ÍR í kvöld. Markaskorarar kvöldsins voru þær Macela Franco á 56. og 79. mínútu og Sara Elnicky á 74. mínútu.

Heimir Porca þjálfari Hauka var ánægður í leikslok. Hann kvaðst ánægður með baráttu sinna stúlkna og viljann til að sigra. Liðsheildin hefði verið góð þar sem allir voru að vinna fyrir alla en það væri einmitt það sem menn væru að leita að. Hann kvaðst bjartsýnn á framhaldið með sama baráttuvilja.  

Sigurinn kemur Haukastúlkum upp í annað sæti í B-riðli 1. deildar, sjá nánar á http://www.ksi.is/mot/motalisti/urslit-stada/?MotNumer=24186

Næsti leikur er stórleikur á Ásvöllum miðvikudaginn 13. júlí nk. kl. 20:00 þegar Fjölnisstúlkur koma í heimsókn.   Selfoss, Fjölnir og Haukar berjast um tvö efstu sætin til að komast í umspil um sæti í úrvalsdeild.  Það er því óhætt að hvetja stuðningsfólk Hauka til að mæta vel og styðja stúlkurnar til sigurs.

Áfram Haukar! 

images/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/img_6287 - copy.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/img_6397 - copy.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/img_6265.jpgimages/stories/Fotbolti/2011/Mfl._kvenna_2011/img_6299 - copy.jpg