Haukasigur í toppslag

Hanna Guðrún og RamuneÍ kvöld fór fram toppslagur í N1 deild kvenna þegar topplið Hauka tóku á móti Val, sem voru í 3. sæti fyrir leikinn. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik og úr varð en jafnt var á öllum tölum og spennan í hámarki. Í lokin náðu Haukastelpur þó að komast þremur mörkum yfir og sigruðu með þremur mörkum, 29 – 26. Ramune var markahæst með 11 mörk.

Ljóst var frá upphafi að stefndi í hörkuleik. Fyrsta mark leiksins skoruðu Haukastelpur en liðin skiptust á að skora allan fyrri hálfleikinn. Valsstelpur komust yfir í stöðunni 11 – 10 en í hálfleik var staðan jöfn 14 – 14.

Síðari hálfleikur var eins og sá fyrri, liðin skiptust á að skora en Haukastelpur leiddu með tveimur mörkum nánast allan hálfleikinn. Að lokum fögnuðu þær svo þriggja marka sigur, 29 – 26.

Eins og áður hefur komið fram var Ramune Pekarskyte markahæst í liði Hauka með 11 mörk en næst kom Hanna Guðrún Stefánsdóttir með 9 mörk. Hjá Val var það Hrafnhildur Skúladóttir sem skoraði 7 mörk og systir hennar, Drífa, skoraði 5.

Næsti leikur Haukastelpna er laugardaginn 17. janúar þegar þær heimsækja Framstelpur.