Haukar unnu í gærkvöldi auðveldan sigur á Fjölni í Lengjubikarnum 88-33. Haukar kváðu þar með niður Fjölnis grýluna en Haukar töpuðu 3 svar gegn Fjölni á síðustu leiktíð. Fjölnir hefur misst nokkra leikmenn frá síðasta tímabili og eiga greinilega nokkuð í land með að ná fyrri styrk.
Bjarni þjálfari spilaði á öllum leikmönnum sínum og spiluðu okkar ungu og efnilegu stúlkur Rósa Pétursdóttir, Inga Rún Svansdóttir, Dýrfinna Arnardóttir og Sylvía Rún Haldánardóttir sinn fyrsta leik í meistaraflokki og skoruðu allar í leiknum, Sylvía Rún mest eða 16 stig.
Þá var mjög ánægjulegt að sjá Guðrúnu Ámundadóttur aftur á vellinum en hún er að jafna sig eftir krossbandaslit.
Haukar slökuðu nokkuð á í seinni hálfleik enda komnir með yfirburða forystu í hálfleik 53-15.Lið Hauka verður ekki dæmt af þessum leik til þess var mótspyrnan of lítil en ljóst er að leikmannahópur Hauka er stór og styrkist verulega þegar Íris Sverrisdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Guðrún Ámundadóttir verða komnar á fullt.