Haukar fóru heim með öll þrjú stigin sem í boði voru í Laugardalnum í dag. Haukar heimsóttu Þróttara heim í fyrstu umferð 1.deildar karla í dag. Það var ágætlega vel mætt á leikinn og ágætis fótboltaveður sem leikmenn beggja liða nýttu sér vel og sýndu lipra takta lungan úr leiknum.
Tvö mörk á tveimur mínútum frá Haukum gerði útslagið í leiknum, en Þróttarar minnkuðu muninn stundar fjórðung fyrir leikslok, en nær komust þeir ekki.
Ásgeir Þór Ingólfsson skoraði fyrsta mark Hauka í 1.deildinni í sumar, skalla mark eftir fyrirgjöf frá fyrirliðanum Hilmari Trausta. Stuttu síðar, átti Ásgeir Þór fyrirgjöf frá svipuðum stað og Hilmar í fyrra markinu, Brynjar Ben. skallaði boltann út í teiginn þar sem Hafsteinn Briem nelgdi boltanum í netmöskvana. Frábært mark frá nýliðanum!
Mörkin hefðu hæglega geta orðið töluvert fleiri í leiknum, seinni hálfleikurinn var virkilega opinn og skemmtilegur og sóknir á báða bóga. Hilmar Geir, Hilmar Rafn, Brynjar Ben. og Guðmundur Sævarsson fengu allir virkilega góð færi til að gull tryggja sigurinn, áður en Þróttarar minnkuðu muninn, Sveinbjörn Jónasson.
Þróttarar lágu mikið á Haukunum eftir markið, en Haukarnir þéttu sínu varnarlínu og börðust mikið, á lokamínútunum náðu Haukar síðan meira vald á leiknum og sigurinn því í raun og veru, aldrei í hættu.
Frábær úti-sigur í fyrsta leik, þrjú stig í hús. Flestir leikmenn áttu góðan leik. Sigmar í markinu og Ásgeir Þór báru líklega þó af, í leik Haukamanna, með frábæran leik.
Næstu leikir Hauka:
Borgunarbikar karla: Víkingur R. – Haukar 13.maí kl. 19:00 – Víkingsvelli
1.deild karla: Haukar – Grindavík 17.maí kl. 19:15 – Ásvellir
ALLIR Á VÖLLINN – ÁFRAM HAUKAR!