Í kvöld mættust Haukar og Fylkir í 8-liða úrslitum Eimskipsbikar kvenna en leikið var í Fylkishöllinni í Árbænum. Fyrir leikinn var búist við öruggum sigri Hauka enda þær á toppi N1-deildarinnar en Fylkisstelpur á botninum. En eins og flest allir vita geta ótrúlegustu hlutir gerst í bikarkeppni og það sást t.d. í gær þegar KA/Þór sigraði Gróttu með einu marki og eru því komnar í undanúrslitin.
Haukastelpurnar byrjuðu leikinn ágætlega og komust í 3-0, þessum forskoti héldu þær út allan leikinn en Fylkisstelpur komust aldrei yfir í leiknum. Jafnt var á öllum tölum lungan úr fyrri hálfleiknum en Haukastelpurnar náðu svo þriggja marka forskoti undir lok hálfleiksins og voru yfir 15-12 í hálfleik.
Þær náðu aldrei að rífa sig nægilega langt frá Fylkisstelpunum og því væru heimastúlkur alltaf með í leiknum. Þrjú mörk skyldu liðin af næstum allan leikinn en Haukar kláruðu svo leikinn með stæl og sigruðu að lokum með sex mörkum 33-27.
Haukastelpurnar eru því komnar í undanúrslit Eimskipsbikarsins, ásamt KA/Þór, Stjörnunni og FH.