Haukar unnu góðan sigur á Hrunamönnum í gærkvöldi í 1. deild karla. Þar með hefur liðið unnið alla þrjá leiki sína í upphafi tímabilsins og sitja á toppi deildarinnar ásamt Valsmönnum.
Leikurinn í gærkvöldi var sveiflukenndur þar sem Haukar höfðu frumkvæðið frá upphafi. Þeir leiddu með um 15 stigum um miðjan fyrri hálfleik en heimamenn náðu með mikilli sveiflu að komast yfir skömmu fyrir hálfleik og leiddu 48-45. Haukar jöfnuðu fyrir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik 48-48.
Haukar byrjuðu frábærlega í seinni hálfleik og skoruðu fyrstu 13 stig hálfleiksins og leiddu 48-61.
Eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og Haukar unnu 86-102.
Stigahæstur hjá Haukum var Sveinn Ómar Sveinsson með 34 stig og Óskar Magnússon var með 22 stig.
Næsti leikur er næstkomandi föstudag gegn Laugdælum og fer hann fram á Ásvöllum og hefst kl. 20:00.
Umfjöllun og myndir úr leiknum má sjá á Karfan.is.
Mynd: Haukamenn fóru á kostum í gær á Flúðum – stefan@haukar.is