Haukar heimsóttu Hött á Egilsstaði í dag í fyrsta leik vetrarins í 1. deild karla. Haukamenn voru heldur fámennir en aðeins átta leikmenn lögðu leið sína austur.
Staðan eftir fyrsta fjórðung var 29-27 fyrir Hött. Haukar náðu að jafna og komast yfir og staðan í hálfleik var 46-52, Haukum í vil. Haukar áttu góða spretti í leiknum en Höttur náði þó alltaf að minnka muninn.
Staðan var 68-74 fyrir Hauka eftir þrjá leikhluta. Þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum voru Haukarnir 9 stigum yfir.
Höttur náði að minnka muninn í 2 stig en nær komust þeir ekki og endaði leikurinn 92-97 fyrir Haukum.
Stigahæstu leikmenn voru:
Óskar Ingi Magnússon: 29 stig
Sveinn Ómar Sveinsson: 20 stig
Kristinn Jónasson: 18 stig
Gunnar Birgir Sandholt: 14 stig
Lúðvík Bjarnason: 9 stig
Marel Örn Guðlaugsson: 4 stig
Gunnar Magnússon: 3 stig
Mynd: Óskar Ingi var stigahæsti leikmaðurinn – Arnar Freyr Magnússon