Körfu “snillingarnir” hjá Hópbílum hafa ákveðið að bjóða stuðningsmönnum Hauka far á 50% afslætti þ.e. á 1.000 kr báðar leiðir á leikinn við Snæfell. Nú verða allir stuðningsmenn Hauka að skella sér á leikinn á morgun í Stykkishólmi og sjá okkar menn landa sögulegum SIGRI á deildarmeisturum Snæfells.
Strákarnir hafa sýnt í tveimur síðustu leikjum að þeir geta með jafn frábærum stuðningi og var á Ásvöllum í gær unnið hvaða lið sem er .
Stöndum saman og styðjum okkar menn í baráttunni við að komast áfram í 4 liða úrslit. Skráning er hjá Baldri Óla baldur@hafnarfjordur.is . Bókanir þurfa að berast fyrir kl: 10:00 því fyrsta 50 manna rútan er að fyllast og þurfa Hópbílar að vita fyrir kl 10:00 hversu margar rútur þeir þurfa að útvega í ferðina. Lagt verður af stað kl:15 á morgun frá Ásvöllum.