Haukar vinna topplið Snæfells

lele

Haukastelpur í körfunni unnu í dag mikilvægan sigur á toppliði Snæfells á heimavelli þeirra í Stykkishólmi. Með sigrinum komust stelpurnar upp í 3.sæti deildarinnar vegna betri innbyrðis viðureigna gegn Grindavík.
Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Hauka. Snæfells stelpur keyrðu vel hraðaupphlaup í fyrsta leikhluta eftir misheppnuð skot Haukastelpna. Snæfell komst í 21 – 10 eftir 8 mínútna leik þar sem sóknarleikur Hauka var ekki góður helst að Dagbjört væri að hitta. Lele lokaði síðan leikhlutanum á síðustu sekúndunni með 2 stiga layupi. Staðan að loknum fyrsta leikhluta 23-14 fyrir Snæfell.
Haukar voru áfram staðar í sókninni í 2 leikhluta og náði Snæfell mest 12 stiga forystu í öðrum leikhluta 30-18. Var farið að fara um áhorfendur Hauka svo virtist sem Snæfell hefði mikla yfirburði á Hauka. Góður kafli tók nú við þar sem Auður og Sólrún áttu báðar þriggja stiga körfur ásamt að Lele sem var að setja jafnt og þétt niður stigin fyrir Hauka. Minnkuðu Haukar muninn m.a. niður í 5 stig 37-32 á þessum kafla. Snæfell náði síðan aftur að bæta í og náði muninum upp í 9 stig fyrir hálfleik 43-34. Í hálfleik höfðu skorað mest fyrir Hauka, Lele með 10 stig og Dagbjört með 7 stig. Fyrir Snæfell var hún Gunnhildur okkar öflugust var að spila mjög vel fyrir Snæfell og skoraði 10 stig í fyrri hálfleik. Gunnhildur var þó kominn með 3 villur í fyrri hálfleik sem síðar átti eftir að reynast erfitt fyrir Snæfell þegar líða fór á leikinn. Snæfellingar voru mjög óánægðir með 3 villuna á Gunnhildi þegar 3 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik vildu meina að Lele hefði átt að fá á sig ruðning í stað villunnar. Athygli vakti að Haukar höfðu fengið á sig 12 villur í fyrri hálfleik en Snæfell aðeins 4 villur.
Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir Hauka, Snæfell skoraði fyrstu stigin en Hauka stelpur hertu nú vörnina verulega án þess að brjóta og náðu að jafna leikinn í stöðunni 47-47 um miðjan 3 leikhluta þar sem Lele fór fyrir liðinu var að setja niður 3 stiga skot og skot undir körfunni sem og að finna samherjana í opnum færum. Næstu mínútur voru liðin að skiptast á að hafa forystuna, Haukar leiddu í lok 3 leikhluta 54-53. Snæfell skoraði aðeins 10 stig í 3 leikhluta á móti 20 stigum Hauka. Það veikti Snæfell verulega að Gunnhildur fékk sína 4 villu þegar 5 mínútur voru búnar af 3 leikhluta og fór útaf og kom ekki inná aftur fyrr en í 4 leikhluta.
Snæfell byrjaði 4 leihluta betur og virtust vera að síga fram úr á ný, náðu 5 stiga forystu 59-54. Haukastelpur neituðu hinsvegar að gefast upp og breyttu stöðunni í 65-59 fyrir Hauka á 3 mínútum. Þar vógu þungt 3 stiga körfur frá Þóru og Sylvíu sem og að Lele skoraði úr layupi og víti að auki eftir brot frá Gunnhildi sem fór út af með 5 villur um miðjan 4 leikhluta. Haukar héldu áfram að spila vel og náðu mest 10 stiga forskoti 73-63 eftir glæsikörfu frá Þóru sem Sylvía bjó til eftir öflugt sóknarfrákast.
Haukar sigldu frábærum sigri heim með góðri spilamennsku á síðustu mínútunum þ.s. mögnuð vörn Lele á Kirsten í liði Snæfells gladdi augað, sérstaklega þegar Lele varði skot frá henni á síðustu mínútunum.
Haukastelpur voru allar að spila vel í þessum leik sérstaklega varnarlega í seinnihálfleik þar sem Snæfell náði einungis að skora 24 stig á Hauka á móti 40 stigum okkar stelpna. Lele var að vanda best Hauka stelpna með 33 stig, 23 fráköst og 6 stoðsendingar, Dagbjört kom næst með 13 stig, þá Sólrún með 10 stig m.a. 100% hittni í 3 stiga skotum. Sylvía var sein í gang en kom í seinni hálfleik með gríðar mikla og góða baráttu í fráköstum, Sylvía skoraði 5 stig og tók 9 fráköst. Leikstjórnendur Hauka, Auður og Þóra Kristín áttu fínan leik, héldu boltanum vel og byggðu upp góðar sóknir. Guðrún átti ágætan leik í vörninni en var í villuvandræðum lengst af.
Lið Hauka á nú eftir að spila við öll liðin sem eru fyrir neðan Hauka í töflunni að undanskildu liði Grindavíkur. Sýni liðið áfram leiki eins og síðustu 3 leikjum þá eru góðar líkur á liðið nái 3 sæti í deildinni sem er mjög góður árangur fyrir ungt og efnilegt lið Hauka sem missti 5 landsliðsmenn frá sér fyrir tímabilið!