Haukar-Vardar

Strákarnir unnu sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni í kvöld með því í að leggja Vardar Skopje frá Makedoníu í full spennandi leik. Við leiddum leikinn lengst af með 2-3 mörkum en hefðum átt að vera fleiri mörkum yfir ef vörin hefði haldið einhverju.. Birkir Ívar spilaði sérstaklega vel og var með 21 skot varið og þar af 3 víti. Mörg hver voru úr opnum færum. Dalius var með 7 mörk ásamt Ásgeiri Erni og Kela sem átti mjög góðan leik.

Við vorum að klikka fullmikið í sókninni og vantaði stundum áræðni. Það sama á við um vörnina þar sem menn voru full oft á hælunum. En betur má ef duga skal, við tökum þá bara í Makedóníu. Svo er líka spurning um að ganga bara frá Alla og þýska stálinu á sunnudaginn. Þá verða allir að mæta því á þeim leik verður margt annað gert en að spila handbolta.