Haukar – Valur í kvöld kl. 19:15 í fyrirtækjabikar KKÍ

audurHaukastúlkur munu hefja keppni í fyrirtækjabikar KKÍ í kvöld á móti Val á heimavelli kl. 19:15

Haukastúlkur mæta til leiks með mikið breytt lið, án útlendings og munu „gamlar“ haukastúlkur mæta aftur á fjalir Schenkerhallarinnar eftir nokkur ár í „útlegð“. Fyrst ber að nefna að Helena Sverris er komin til baka og mun spila í rauðu treyjunni í vetur. Helena er ein fremsta afreksíþróttakona Hauka og körfunnar og því er mikil eftirvænting að sjá hana aftur á heimavelli. Að auki er Pálína komin aftur eftir að hafa átt góð tímabil með Keflavík og Grindavík og Jóhanna Björk líka komin til baka eftir eitt ár í Breiðablik. Einnig er Eva Margrét komin frá Ísafirði en þar er ein efnilegasta körfuknattleikskona landsins og verður gaman að fylgjast með henni og öllum hinum efnilegu stúlkum sem fyrir eru í Haukaliðinu.

Nú er bara að mæta á leikinn í kvöld og hvetja stúlkurnar áfram. Einnig ber að nefna að Haukastúlkuna Dagbjört Samúelsdóttir mun spila með Val í vetur og óskum við henni auðvitað velfarnaðar í systurfélaginu okkar.

Áfram Haukar