Haukar-Valur 4-liða úrslit karla

Strákarnir okkar sigruðu Val 29-25 á Ásvöllum í kvöld. Þeir voru ekki að spila neinn glimrandi leik, töluvert um kaufaskap sem kannski er ekki nema von eftir langt hlé.

Valur skoraði fyrsta markið en Haukar höfðu síðan frumkvæðið nánast eftir það. Þeir jöfnuð fljótt 1-1 og náðu yfirhöndinni 7-4. Valsmenn jafna síðan 8-8 og komast yfir 8-9 en okkar menn náðu strax aftur forystu 13-10 og voru yfir í leikhléi 14-12.

Í seinni hálfleik leiddu Haukar leikinn, mest var forystan fjögur mörk 17-13 en þeir náðu aldrei að hrista Val alveg af sér og jöfnuðu þeir 18-18 og 20-20. Við náðum þriggja marka forskoti 23-20 en aftur var jafnt er gestirnir jöfnuðu 23-23 og 24-24. Strákarnir okkar gáfu þá í þegar um 5 mín. voru eftir og kláruðu dæmið og unnu góðan sigur 29-25.

Þó staðan sé 1-0 fyrir okkur er ekkert unnið ennþá. Næsti leikur verður að Hlíðarenda á fimmudaginn kl. 19:40 og að sjálfsögðu er skyldumæting hjá öllum Haukum. Við styðjum strákana okkar til sigurs.
Áfram Haukar.