Haukar – Valur í N1-deild kvenna í dag

HaukarÞað verður sannkallaður stórleikur á Ásvöllum í dag þegar Haukar taka á móti Val í N1-deild kvenna klukkan 16:00. Haukar eru eins og flest allir vita í efsta sæti deildarinnar með 31 stig en Stjarnan í 2.sæti með 28 stig. Valstelpur eru síðan í 3.sætinu með 24 stig.

Sigri Haukastelpurnar í dag eru þær komnar í mjög góða stöðu fyrir síðustu þrjár umferðirnar. Síðasti leikurinn sem Haukar spiluðu í deildinni var 20.febrúar þegar Haukar sigruðu Fylki 42-26. Valur sigraði einnig sinn leik gegn Stjörnunni 29-27 en það var mjög hagstæð úrslit fyrir Haukamenn.

Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn í dag enda mikið í húfi. Þetta er næst síðasti heimaleikurinn hjá stelpunum í vetur og því um að gera að styðja þær til sigurs gegn sterku liði Vals.