Haukar – Valur í Meistarakeppni HSÍ

Á næstkomandi sunnudag fer fram Meistarakeppni Hsí, en eins og fram kom á síðunni í þessari viku þá átti leikurinn að fara fram á laugardag, en hefur verið seinkað um einn dag.

Leikurinn verður því flautaður á í kringum fjögur leytið á sunnudaginn. Leikið verður í Laugardalshöll.

Verð á leikinn er 500 krónur, en miðinn gildir einnig á leik Stjörnunnar og Fylkis í kvennaflokki sem verður leikinn á laugardeginum.

Við hvetjum alla til að kíkja í „Höllina“ og hvetja strákana áfram, en langur og strangur vetur er framundan hjá Haukum.

Frekar um leikinn mun koma hér á síðuna á næstu dögum.