Haukar – Valur í Lengjubikarnum kl 21

Haukar logo fréttirSíðasti leikur okkar í Lengjubikarnum þetta árið verður háður í kvöld þegar strákarnir mæta Val en leikurinn fer fram í Egilshöllinni og hefst kl. 21.00.
Lærisveinar Luca og Þórhallar mæta því gömlum félögum sem er nú í brúnni hjá Val, þeim Óla Jó og Sigurbirni Hreiðars.
Síðasti leikur okkar pilta tapaðist gegn Íslandsmeisturunum í Stjörnunni, 0 – 1. Þeir áhorfendur sem fóru á þann leik urðu þó vitni að góðri spilamennsku okkar manna.
Nú er tilvalið að búa til flott Hauka íþróttakvöld; skella sér á leik Hauka og Tindastóls í körfunni kl. 19:15 á Ásvöllum og svo á leik Hauka og Vals í fótbolta kl. 21:00 í Egilshöll.
Áfram Haukar.