Haukar – Valur á Ásvöllum í kvöld kl. 19.30

Einar Örn Jónsson í leik gegn Val fyrr í vetur en leikurinn í kvöld er síðasti leikur Einars fyrir Hauka (mynd: Jón Páll)Í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 19.30 eigast við á Ásvöllum Haukar og Valur. Bæði liðin verða að bíta í það súra epli að komast ekki í úrslitakeppnina þetta tímabilið sem hefur aldrei áður gerst í 20 ára sögu úrslitakeppninnar. Hver hefði trúað því fyrir mót að þessi tvö stórveldi í handboltanum ættu eftir að eigast við í síðasta leik vetrarins sem enga þýðingu myndi hafa fyrir hvorugt liðið en auðvitað spila menn af fullum krafti upp á stoltið og fyrir sitt fólk og félag.

Þessi leikur verður kveðjuleikur Einars Arnar Jónssonar. Einar Örn er búinn að vera lengi með Haukum og eiga hér góðan og farsælan feril. Það er við hæfi að Einar Örn kveðji Hauka í leik gegn Val en þar hóf Einar sinn feril.

Mætum á pallana og skemmtum okkur yfir síðasta leik strákanna í vetur og kveðjum Einar Örn með stæl.

Áfram Haukar!