Haukar-Víkingur mfl. kvenna

Stelpurnar okkar tóku á móti Víking á Ásvöllum í kvöld og unnu öruggan sigur 33-24.
Þær skoruðu fyrsta markið og jafnt var í 3-3. Haukar skorðu næstu fjögur og staðan góð 7-3 en Víkingur átti næstu fjögur og jafnaði 7-7. Þá skildu leiðir og staðan í hálfleik var 17-13 og í síðari hálfleik juku stelpurnar okkar við forskotið og unnu glæsilegan 9 marka sigur.

Haukar-Víkingur mfl.kvenna

Stelpurnar okkar höfðu eitt stig út úr leiknum við Víking á Ásvöllum í dag er liðin skildu jöfn 28-28.
Jafnræði var með liðunum allan leikinn. Í fyrri hálfleik komust Haukar tvisvar tveimur mörkum yfir, í byrjun 2-0 og svo 8-6. Í háfleik var enn jafnt 13-13. Seinni hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri, en fljótlega náðu stelpurnar okkar 3ja marka forskoti 20-17 en það dugði ekki lengi því gestirnir jöfnuðu 20-20. Eftir það skiptust liðin á að skora og var jafnt á öllum tölum til loka leiks, svo segja má að úrslitin hafi verið sanngjörn miðað við gang leiksins.

Markahæst var Ramune með 10 mörk.