Stelpurnar okkar tóku á móti Víking á Ásvöllum í kvöld og unnu öruggan sigur 33-24.
Þær skoruðu fyrsta markið og jafnt var í 3-3. Haukar skorðu næstu fjögur og staðan góð 7-3 en Víkingur átti næstu fjögur og jafnaði 7-7. Þá skildu leiðir og staðan í hálfleik var 17-13 og í síðari hálfleik juku stelpurnar okkar við forskotið og unnu glæsilegan 9 marka sigur.