Haukar – Víkingur Ólafsvík á Ásvöllum í kvöld

Jónas Bjarnason og Kristján Ómar BjörnssonHaukar og Víkingur Ólafsvík mætast í 1.deild karla í kvöld, föstudagskvöld, á Ásvöllum og hefst leikurinn klukkan 20:00 eða um leið og dómari leiksins, Garðar Örn Hinriksson, flautar leikinn á.

Þetta er fyrsti leikurinn í seinni umferð deildarinnar og fyrir leikinn eru Haukar í 4. sæti deildarinnar með 17 stig en Víkingur Ólafsvík í 7. sæti með 15 stig. Það munar litlu á liðunum og því er leikurinn í kvöld mjög mikilvægur fyrir bæði lið. Ef Haukar ætla að blanda sér  í toppbaráttuna í deildinni þurfa þeir að landa sigri í kvöld en það sama á við um Víking Ólafsvík. Smellið hér ef þið viljið sjá stöðuna í deildinni og næstu leiki.

Haukar unnu góðan sigur í síðasta deildarleik, 2-1 gegn Selfoss, fyrr í þessari viku og brutu þar með ísinn með fyrsta sigri á heimavelli í sumar. Víkingur Ólafsvík tapaði hins vegar í síðustu umferð gegn ÍR, 0-1 á heimavelli.

Þessi lið mættust í 1. umferð deildarnnar í Ólafsvík þar sem Haukar fóru með sigur af hólmi 2-1 eftir að hafa lent 0-1 undir, það verður því hörkuleikur á Ásvöllum í kvöld.

Allir á völlinn – Áfram Haukar!