Elstu karlaflokkarnir hjá Haukum gerðu ágætis ferð á norðurlandið í gær og tryggði meistaraflokkur sér annað sætið í 1. deildinni með sigri á Þór Akureyri 81-89.
Semaj Inge var stigahæstur með 29 stig og 9 fráköst og næstur honum var Davíð Páll Hermanns. með 17 stig og 6 fráköst.
Drengjaflokkur keppti líka gegn Þór Ak. og sigraði 87-95 og Unglingaflokkur tapaði gegn Tindastóli 75-64.