Haukar U tapaði gegn Gróttu í gær

Í gær áttust við Haukar U og Grótta í 1.deild karla í handknattleik. Þetta var þriðji leikur dagsins hjá meistaraflokki Hauka á Ásvöllum en fyrri tveir höfðu báðir unnist.

 Leikurinn byrjaði afar fjörlega og Haukar náðu yfirhöndinni snemma leiks og héldu henni út fyrri hálfleikinn, staðan í hálfleik 16 – 13 Haukum í vil.

Það var ekki að sjá að leikmenn Hauka U væri flest allir á 2.flokks aldri á meðan í Gróttu liðinu léku þrír leikmenn sem léku í N1-deild karla í fyrra og hafa miklu reynslu í efstu deild og einnig með leikmann sem spilaði með efsta liði 1.deildar í fyrra og hefur spilað í fjölda ára í efstu deild.

Seinni hálfleikurinn var einnig góður en ekki nægilega góður, Grótta náðu að jafna metin og komast yfir þegar rúmlega 10 mínútur voru eftir af leiknum. 

En Haukar gáfust ekki upp og mikil spenna var á síðustu mínútunum, en léleg vítanýting og illa farið með hraðaupphlaup gerði útslagið og eins marks sigur Gróttu staðreynd. 23 – 24.

Næsti leikur hjá Haukar U er næsta föstudag í Austurbergi þegar þeir mæta ÍR.