Í gærkvöldi léku tvö Hauka lið í 32 – liða úrslitum Eimskipsbikarnum.
Haukar U spilaði á Seltjarnarnesi gegn Gróttu 2. Haukar voru yfir í hálfleik en að lokum fór svo að Grótta fór með sigur af hólmi.
Á Ásvöllum mætti Haukar 2 1.deildarliði Selfossar. Ekki var eins góð mæting hjá liðsmönnum Hauka 2 eins og vonast var til en aðal ástæðan má kannski rekja til stöðu landsins þessa dagana enda nokkrir leikmenn Hauka starfandi við bankastörf.
Átta leikmenn mættu til leiks en þeir fengu svo leikmann lánaðan frá 2.flokki og einn úr 3.flokki.
Gömlu karlarnir byruðu mun betur og komust 5-1 yfir í byrjun leiks. Hægt og sígandi komust Selfyssingar inn í leikinn og voru fljótt komnir yfir í leiknum. 5-10 marka munur hélst síðan á liðunum út leikinn og endaði leikurinn með 13 markasigri Selfyssinga 43-30.
Segja má, að ef leikmenn Hauka hefðu gert sér kannski ferð á eina eða jafnvel aðeins fleiri æfingar fyrir leikinn hefðu þeir hæglega getað staðið lengur í liði Selfyssinga sem mættu með hangandi haus til leiks og mátti til að mynda heyra í Sebastian Alexanderssyni spilandi þjálfara Selfyssinga öskra á einn leikmann Selfossar orðum sem ekki er við hæfi að skrifa hér á síðuna, en hægt er að setja spurningarmerki á það hvort að ágætir dómararleiksins hefðu ekki getað vikið honum af velli fyrir það.
En samt sem áður öruggur sigur Selfossar staðreynd. Því er einungis eitt Haukalið eftir í Eimskipsbikarnum.
Mynd: Jón Karl var skæður fyrstu mínúturnar í leik Hauka 2 og Selfossar.