Haukar sitja á toppi Iceland Express-deildar kvenna þegar jólafrí hefst en þær unnu sannfærandi sigur á KR í gærkvöldi 89-62.
Eftir jafnan 1. leikhluta var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda og Haukar unnu auðveldan og góðan sigur.
Stigahæst hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 29 stig og næst henni kom Slavica Dimovksa með 15 stig.
Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, var mjög ánægður með sigurinn þegar heimasíðan heyrði í honum hljóðið en þetta er 10 sigur liðsins í röð í öllum keppnum.
Þar með er ljóst að Haukar tróni á toppi deildarinnar þegar hún fer í frí en keppni hefst á ný 7. janúar.
Mbl.is var á svæðinu og fluttir fréttir af leiknum.
Viðtal við Yngva eftir leik á mbl.is
Stór umfjöllun er um leikinn á síðum Morgunblaðsins í dag.
Mynd: María Lind Sigurðardóttir lék vel í gær. Hér er hún að kljást við Sigrúnu Ámundadóttur fyrr í vetur – stefan@haukar.is